24.05.1985
Efri deild: 81. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5660 í B-deild Alþingistíðinda. (4929)

504. mál, tóbaksvarnir

Árni Johnsen:

Hæstv. forseti. Ég ætla að kynna hér brtt. við frv. til laga um breytingu á lögum um tóbaksvarnir. Þær fjalla um að við 16. gr. laga um tóbaksvarnir nr. 74/1984 bætist tvær nýjar málsgreinar svo hljóðandi:

„16.2 Ráðherra setur með reglugerð ákvæði um innflutning tóbaks með hliðsjón af skaðsemi þess.

16.3 Innflutningur nýrra tóbaksvörutegunda er háður leyfi ráðh.“

Þetta yrði í ákvæði til bráðabirgða.

Gr. 16.2 og 16.3 öðlist þegar gildi.

Ég tek þessar brtt. aftur til 3. umr. og hef ekki fleiri orð um þær að sinni.