28.05.1985
Sameinað þing: 87. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5670 í B-deild Alþingistíðinda. (4940)

Drengskaparheit unnið

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Á dagskrá eru ellefu fsp. En svo er ástatt að ekki er þess kostur að taka fyrir neina þessa fsp. því að annaðhvort eru fyrirspyrjendur fjarstaddir eða ráðherrar sem svara eiga. Sumir sem fjarstaddir eru hafa lögmæt forföll og hafa tilkynnt það, aðrir hafa ekki tilkynnt það. Er þá ekki um annað að gera en að taka öll þessi mál út af dagskrá. Fleira liggur ekki fyrir fundinum, dagskrá er tæmd. Næsti fundur verður settur þegar að loknum þessum fundi, en svo er fyrir að þakka að við höfum nægilegum verkefnum að sinna hér á eftir.