28.05.1985
Neðri deild: 76. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5714 í B-deild Alþingistíðinda. (4994)

342. mál, verslunaratvinna

Guðrún Agnarsdóttir:

Herra forseti. Aðeins nokkur orð. Ég ætla ekki að lengja þessar umr. En eftir samráð í nefndinni og viðtal við ráðgjafa hennar sem áður voru nefndir fannst mér bæði skynsamlegast og eðlilegast úr því sem komið var að fylgja þeim tillöguflutningi að koma þessu máli undir menntmrn. Það komu ýmsar leiðir til greina í málinu, en mér fannst því best komið hjá hæstv. menntmrh. þar sem þetta væri fyrst og fremst menningarmál þó hún vilji ekki sinna því nú. Það var langt frá því að ætlunin væri að drepa þessu máli á dreif eins og hæstv. ráðh. sagði, þvert á móti. Þetta vil ég leggja áherslu á.