31.05.1985
Efri deild: 86. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5778 í B-deild Alþingistíðinda. (5101)

342. mál, verslunaratvinna

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Frv. til l. um breytingu á lögum nr. 41 frá 2. maí 1968, um verslunaratvinnu, hefur verið til meðferðar í hv. Nd. Deildin hefur gert á frv. eina breytingu. Þessi breyting er lagfæring á orðalagi til samræmis í ákvæði til bráðabirgða. Í frv. var kveðið á um aðila sem stunda leigu lausafjármuna í atvinnuskyni, en því var eins og kunnugt er breytt í þá veru að nú tekur frv. aðeins til myndbanda. Þess vegna er breytingin sú í ákvæði til bráðabirgða að í stað orðsins „lausafjármuna“ komi: myndbanda.

Fjh.- og viðskn. Ed. hefur fjallað um málið og mælir með að þessi breyting verði samþykkt.