31.05.1985
Efri deild: 86. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5778 í B-deild Alþingistíðinda. (5105)

509. mál, veðdeild Búnaðarbanka Íslands

Frsm. (Jón Kristjánsson):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. Ed. um frv. til l. um breytingu á lögum um veðdeild Búnaðarbanka Íslands, en álit fjh.- og viðskn. er á þskj. 1035.

Eins og fram kom í framsöguræðu fyrir frv. við 1. umr. þess felur það í sér að Búnaðarbankinn taki ábyrgð á skuldbindingum stofnlánadeildar í stað ríkissjóðs og byggist frv. á samkomulagi ríkissjóðs og bankans.

Nefndin hefur rætt frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Egill Jónsson var fjarverandi lokaafgreiðslu málsins. Þess skal getið að Stefán Benediktsson sat fundi nefndarinnar og er samþykkur þessari málsmeðferð.