03.06.1985
Efri deild: 87. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5815 í B-deild Alþingistíðinda. (5170)

243. mál, Veðurstofa Íslands

Jón Kristjánsson:

Virðulegi forseti. Samgn. hv. Nd. hefur haft til umfjöllunar frv. til laga um Veðurstofu Íslands og gert á frv. breytingar sem eru að vísu ekki stórar í sniðum. Hér er að mestu um orðalagsbreytingar að ræða, en í 7. málsl. 3. gr. er breyting sem segja má að sé áherslubreyting. 7. liðurinn hljóðar þar svo:

„Að annast mælingar á snjóalögum og rannsóknir á þeim með sérstakri hliðsjón af snjóflóðaliættu, og gefa út viðvaranir um hættu á snjóflóðum eftir því sem við verður komið og vera stjórnvöldum til ráðuneytis um hvernig standa beri að tilhögun mannvirkjagerðar á hættusvæðum, jafnframt að rannsaka veðurfarsþætti og jarðfræðiþætti er valda skriðuföllum.“

Hv. samgn. Nd. leggur til að þarna komi tilhögun í stað takmörkun mannvirkjagerðar sem samgn. Ed. lagði til. Við höfum litið á þessar breytingar og getum fallist á þetta orðalag. Samgn. Ed. leggur til að brtt. Nd. verði samþykktar óbreyttar. Það má geta þess varðandi þetta orðalag í 7. málsl. að formaður samgn. Ed. telur að hv. samgn. Nd. hafi ekki skilið orðalag samgn. Ed. Við leggjum þá til að þetta verði samþykkt óbreytt, en ég legg engan dóm á skilninginn hérna hinum megin við vegginn.