04.06.1985
Sameinað þing: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5855 í B-deild Alþingistíðinda. (5209)

490. mál, fóstureyðingar

Árni Johnsen:

Herra forseti. Það er ástæða til að taka undir orð hv. fyrirspyrjanda að fara skuli herferð fyrir barneignum, að hefja skuli herferð gegn fóstureyðingum í ríkari mæli með aukinni fræðslu og ráðgjöf. Og það er rétt að þótt ýmsum bæklingum hafi verið dreift virðist það ekki hafa skilað sér sem skyldi miðað við þá tíðni sem um er að ræða í fóstureyðingum. Það er röng þróun, að mínu mati á sama tíma og við þurfum að fjölga Íslendingum. Ég vildi því sérstaklega taka undir þá athugasemd hjá hv. fyrirspyrjanda að það sé mikil ástæða til að auka og efla fræðslu og ráðgjöf í þessum málum.