04.06.1985
Sameinað þing: 92. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5866 í B-deild Alþingistíðinda. (5226)

272. mál, námskeið fyrir fatlaða í tölvufræðum

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Allshn. hefur fjallað um till. til þál. um námskeið fyrir fatlaða í tölvufræðum. Nefndin hefur fjallað um till. og leitað umsagnar um hana. Nefndin flytur brtt. á sérstöku þskj. og mælir með samþykkt till. svo breyttrar. Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Pétur Sigurðsson og Stefán Benediktsson.

Undir þetta nál. skrifa Ólafur Þ. Þórðarson, Guðrún Helgadóttir, Guðmundur H. Garðarsson, Jóhanna Sigurðardóttir og Eggert Haukdal.

Með leyfi forseta vil ég lesa upp tillgr. eins og allshn. leggur til að hún verði samþykkt:

„Alþingi ályktar að skora á ríkisstj. að hún beiti sér fyrir því að haldin verði fyrir fatlaða námskeið í meðferð og notkun á tölvum, sem félmrn. standi fyrir þeim að kostnaðarlausu, eða fötluðum gert kleift að taka þátt í almennum tölvunámskeiðum til að auðvelda þeim að fá störf á vinnumarkaðnum.“