05.06.1985
Neðri deild: 83. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5927 í B-deild Alþingistíðinda. (5293)

250. mál, réttur verkafólks til uppsagnarfrests

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Við erum hér að greiða atkv. um réttindamál fiskvinnslufólks, þess fólks sem stendur að miklum hluta undir helstu verðmætasköpun í þessu landi. Það ætti að vera okkur metnaðarmál að búa a. m. k. ekki lakar að því en öðrum landsmönnum. sú er ekki raunin nú, heldur býr fiskvinnslufólk, að langmestum hluta konur, við lakast atvinnuöryggi allra starfsstétta. Það er með öllu óverjandi og óþolandi. Ég segi nei.