05.06.1985
Neðri deild: 83. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5928 í B-deild Alþingistíðinda. (5294)

250. mál, réttur verkafólks til uppsagnarfrests

Heilbr.- og trmrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseti. Þetta frv. fjallar um að bæta auknum útgjöldum á atvinnurekstur við sjávarsíðuna. Bæði það fólk sem vinnur við fiskvinnslu og sá atvinnurekstur eiga sameiginlegt að það verður að tryggja betur hag þeirra og taka þar til hendi. Umsvif Alþingis hafa snúist um annað en að rétta hag fiskvinnslufólks og sjávarútvegs, en ég tel að það eigi að gera. Þetta mál þarf að taka til ítarlegrar umfjöllunar í ríkisstj. og síðar á Alþingi. Ég vil fyrir mitt leyti leggja mitt lóð á vogarskálina til að gerðar verði stórfelldar breytingar til hagsbóta fyrir allt þetta fólk. Í trausti þess að þar komi til alvarlegrar og jákvæðrar afgreiðslu sem allra fyrst segi ég já.