05.06.1985
Neðri deild: 83. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5928 í B-deild Alþingistíðinda. (5297)

250. mál, réttur verkafólks til uppsagnarfrests

Stefán Guðmundsson:

Herra forseti. Hér hefur góðu máli verið hreyft. Í trausti þess að í þeim kjarasamningum sem fyrir dyrum standa verði tekið á málefnum fiskverkunarfólks hef ég skrifað undir nál. meiri hl. félmn. Vegna þess hvernig nú stendur á með kjarasamninga tel ég eðlilegra að sú réttarbót sem hér er sótt eftir verði gerð í frjálsum samningum. Beri aðilar ekki gæfu til að ná fram leiðréttingu í þessu máli á þann hátt tel ég ekki óeðlilegt að málið verði skoðað að nýju á haustdögum. Og með tilliti til þess sem ég hef hér að framan sagt segi ég já.