05.06.1985
Neðri deild: 83. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5931 í B-deild Alþingistíðinda. (5304)

486. mál, virkjun Fljótaár

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. á þskj. 1068 frá iðnn.

N. hefur tekið frv. til meðferðar og leggur til að það verði samþykkt. Undir þetta rita Páll Pétursson, Guðrún Agnarsdóttir, Gunnar G. Schram, Birgir Ísl. Gunnarsson, Friðrik Sophusson, Ingvar Gíslason og Hjörleifur Guttormsson.

Með þessu frv. er stefnt að því að gera Rafveitu Siglufjarðar, sem rekur Skeiðsfossvirkjun í Fljótum, jafnt setta að því er varðar greiðslu opinberra gjalda öðrum orkufyrirtækjum, sbr. 16. gr. laga nr. 42 frá 1983, um Landsvirkjun, og 13. gr. laga nr. 66 frá 1976, um Orkubú Vestfjarða, og 14. gr. laga nr. 100 frá 1974, um Hitaveitu Suðurnesja, og 4. gr. laga nr. 26 frá 1977, um virkjun Hvítár í Borgarfirði, Andakílsárvirkjun. Þetta er sem sagt samkomulagsmál og samræmingarmál.