05.06.1985
Neðri deild: 83. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5933 í B-deild Alþingistíðinda. (5314)

Um þingsköp

Forseti (Birgir Ísl. Gunnarsson):

Hér er um að ræða nokkur samkomulagsmál sem ætla má a. m. k. miðað við 2. umr. sem fram fór um þau mál, að taki örstuttan tíma á seinni fundi. Og ég vil nú biðja um skilning hv. dm. á því að þessi mál megi komast til Ed., því að það eru fá mál á dagskrá þar í dag, þannig að Ed. gæti tekið þau til meðferðar nú síðdegis. Ég vænti þess með góðri samvinnu við hv. dm. að það taki ekki langan tíma þannig að frv. um Byggðastofnun komi á dagskrá sem fyrsta mál á næsta fundi eftir örskamman tíma.