05.06.1985
Neðri deild: 83. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5934 í B-deild Alþingistíðinda. (5319)

Um þingsköp

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Ég hafði nú kvatt mér hljóðs fyrr í þessari umr. en það féll einhvern veginn niður á milli stóla. Þingflokkur Kvennalista hefur rætt tilmæli hæstv, forseta um klukkustundarlangan þingflokksfund og ég vil láta það koma hér fram að við teljum að við getum ekki orðið við þeim tilmælum. Það eru miklar annir nú í þinginu og þær draga síður en svo úr þörf fyrir tækifæri til samskipta og samráðs innan þingflokks. Og við lítum ekki svo á að við eigum neina aðild að samkomulagi um kvöldfund eða þinghald hér yfirleitt.