06.06.1985
Neðri deild: 85. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5976 í B-deild Alþingistíðinda. (5390)

Um þingsköp

Forseti (Karvel Pálmason):

Vegna ummæla hv. síðasta ræðumanns vill forseti enn ítreka það að hér er um að ræða umræður um þingsköp og hann heldur sér við gamlar hefðir í þinghaldi, að umræður utan dagskrár um málefni verða því aðeins að um það sé samkomulag við viðkomandi ráðh. Ekkert slíkt liggur fyrir enn og það er vart á valdi forseta að vera milligöngumaður um eða samningaaðill um slíkt. Það verða þeir hv. þdm. að gera sem þess óska.

Ég sé það að hv. þm. eru farnir að slaka á, það eru aðeins tveir á mælendaskrá, og ég vænti þess að þessu sé hægt að ljúka áður en langt um liður og vildi mjög gjarnan að svo yrði. Það er hugsanlegt. Ekki skal forseti standa í vegi þess að umræður utan dagskrár um málefni eigi sér stað með eðlilegum hætti. Hæstv. menntmrh. hefur kvatt sér hljóðs um þingsköp — enn ítrekað: um þingsköp.