06.06.1985
Neðri deild: 85. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 5978 í B-deild Alþingistíðinda. (5396)

Um þingsköp

Forseti (Karvel Pálmason):

Umræðu um þingsköp er lokið. En út af því sem hv. síðasti ræðumaður sagði um tal forseta, þá er það ekki að ófyrirsynju að forsefi hefur haft ástæðu til þess að minna hv. þdm. á hverjar hefðir eru hér í þinginu. Og það er yfirleitt svo að til þess er ætlast, a. m. k. af forsetum, að talað sé um dagskrármál en ekki hlaupið út um víðan völl í öðrum málum.

Og hvað varðar nýsköpun í atvinnulífinu, þá hefði hv. síðasti ræðumaður getað talað um hana undir samnefndum lið sem er hér á dagskrá og hefði ekki þurft að blanda því inn í þetta mál.