06.11.1984
Sameinað þing: 15. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 790 í B-deild Alþingistíðinda. (542)

78. mál, löggæsla á Reyðarfirði

Fyrirspyrjandi (Helgi Seljan):

Herra forseti. Það getur verið örstutt. Ég skildi alveg mál hæstv. dómsmrh. og þau undarlegu rök sem hann tilgreindi fyrir þessari ráðstöfun. Það er alveg greinilegt að hans rn. og sýslumannsembættið á Eskifirði ætla að halda þessari löggæslu uppi að fullu eftir þessu að dæma og jafnvel auka hana, en það á greinilega ekki að horfa í kostnaðinn.