06.06.1985
Neðri deild: 86. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6016 í B-deild Alþingistíðinda. (5430)

480. mál, greiðslujöfnun fasteignaveðlána

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég kem hér upp til að leiðrétta hv. 1. þm. Suðurl. Það liggur fyrir að eftir að núverandi ríkisstj. tók við, á fyrstu sex valdamánuðum hennar, lækkaði kaupmáttur launa um 27%. Það liggur einnig fyrir að meginhlutinn af þeim vanda sem við húsbyggjendum blasir er tvíþættur. Það er í fyrsta lagi að kaupið er svo lágt að fólkið getur hvorki byggt né borgað skuldir og í öðru lagi að vextir hafa verið hækkaðir hér upp úr öllu valdi. Þetta hvort tveggja á rætur að rekja til stjórnarstefnunnar.