07.06.1985
Efri deild: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6020 í B-deild Alþingistíðinda. (5448)

351. mál, lífeyrisréttindi húsmæðra

Frsm. (Eiður Guðnason):

Herra forseti. Hér er um að ræða frv. til l. um breyt. á lögum um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda, en 1. flm. þess var hv. þm. Sighvatur Björgvinsson sem sat hér á Alþingi sem varamaður fyrr í vetur. Hv. Nd. hefur þegar fjallað um þetta mál og gerði á því nokkrar breytingar, en efnislega er það þó mikið til óbreytt.

Fjh.- og viðskn. þessarar hv. deildar hefur fjallað um frv. og rætt efni þess og mælir eindregið með samþykkt málsins. Hv. þm. Kristín Ástgeirsdóttir skrifar að vísu undir með fyrirvara og skal þess getið hér, en að öðru leyti stendur nefndin að því að mæla með því að frv. verði samþykkt eins og það liggur hér fyrir.