07.06.1985
Efri deild: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6032 í B-deild Alþingistíðinda. (5470)

502. mál, dýralæknar

Davíð Aðalsteinsson:

Herra forseti. Ég hefði svo sem getað látið vera að koma upp í þessari umr. Ég gerði það aðeins til þess að flytja hv. 1. flm. og frumkvöðli að þessu m'ali þakkir fyrir að hafa riðið á vaðið.

Það er engum blöðum um það að fletta hversu brýnt er að sinna þessum þætti, þ. e. vörnum gegn fisksjúkdómum, í ríkara mæli en gert hefur verið með tilliti til þess að framvegis munu fiskeldi og fiskirækt vonandi fara mjög vaxandi. Ekki síst þess vegna má segja að það heilladrjúga skref sem stigið er með samþykkt þessa frv. sé það minnsta, þrátt fyrir allt, sem hægt er að gera.

Virðulegi forseti. Ég vildi láta koma fram þakklæti mitt til hv. 11. landsk. þm. fyrir frumkvæði hans í þessu máli.