10.06.1985
Neðri deild: 91. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6123 í B-deild Alþingistíðinda. (5579)

Um þingsköp

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Mér sýnist að nægilega mörg mál séu á dagskrá deildarinnar til þess að ástæðulaust sé fyrir hæstv. forseta að viðhafa þau orð að það dragist úr hófi að skila nál. Ég held þvert á móti að menn hafi verið að ræða um efnisatriði þessa frv. Ég hélt að fleiri en 1. minni hl. menntmn. hefðu verið að hugleiða hvernig rétt væri að halda á þessu máli. Á hinn bóginn harma ég það ef það að nál. hefur ekki verið skilað hefur valdið því að kvöldfundir voru ekki haldnir í síðustu viku né heldur á laugardaginn var.