10.06.1985
Efri deild: 94. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6190 í B-deild Alþingistíðinda. (5641)

236. mál, stálvölsunarverksmiðja

Frsm. meiri hl. (Eyjólfur Konráð Jónsson):

Herra forseti. Því miður verð ég að játa að mér er gjörsamlega ókunnugt um hve miklar ábyrgðir kunna að hafa fallið á Ríkisábyrgðasjóð á þessu ári. Ég hef engar upplýsingar um það, en það er vafalaust hægt að afla þeirra. Hvort það tekst utan skrifstofutíma veit ég ekki. Ég verð að segja þetta eins og satt er, enda ekkert meiri ástæða til að ég viti það en aðrir hv. þdm. því að við höfum ekki fengið neina reikninga í fjh.- og viðskn. eða yfirlit um stöðu Ríkisábyrgðasjóðs, reyndar ekki beðið um það. En auðvitað liggur það á lausu ef eftir er gengið og ég skal reyna að afla þeirra upplýsinga. (Gripið fram í.) Já, ef ég get fengið það uppgefið í kvöld. Ég veit það ekki. En ég skal fara í símann núna og vita hvort ég get náð einhverjum upplýsingum.