06.11.1984
Sameinað þing: 15. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 812 í B-deild Alþingistíðinda. (569)

95. mál, skattsvik

Fjmrh. (Albert Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu reikna ég með að þær tölur sem hér koma fram séu réttar. En eins og málið hefur verið kynnt er það gert tortryggilegt að atvinnurekendur skuli hafa minni meðaltekjur en launþegar. Það er þetta sem ég er að gera athugasemd við, að ræða skuli vera flutt þannig að jafnvel upplýsingar frá opinberum stofnunum séu þar með misnotaðar.