11.06.1985
Sameinað þing: 93. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6225 í B-deild Alþingistíðinda. (5694)

Um þingsköp

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Hv. 5. þm. Austurl. hefur gert hér að umtalsefni fréttaflutning ríkisfjölmiðlanna af Alþingi. Hér er um hið mikilvægasta mál að ræða sem varðar mjög Alþingi og virðingu Alþingis. Öll viljum við halda uppi virðingu Alþingis. Ég vil að það komi hér fram að útvarpsstjóri hefur fyrir nokkru skrifað Alþingi bréf þar sem hann leggur til að það fari fram athugun á fréttaflutningi og kynningu ríkisfjölmiðlanna á Alþingi. Ég hef átt sérstaki viðtal við útvarpsstjóra um þetta efni og forsetar þingsins hafa ákveðið að taka upp gagngerðar viðræður við Ríkisútvarpið um þetta efni. Og þá er haft í huga að við getum betrumbætt hér um þegar Alþingi kemur saman á næsta hausti.