11.06.1985
Sameinað þing: 95. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6298 í B-deild Alþingistíðinda. (5732)

Almennar stjórnmálaumræður

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Umræðan fer þannig fram að hver þingflokkur fær til umráða hálfa klukkustund. Umferðir verða tvær. 15–20 mínútur í þeirri fyrri og 10–15 mínútur í þeirri síðari.

Röð flokkanna verður þessi í báðum umferðum: Framsfl., BJ, Alþb., SK, Alþfl., Sjálfstfl. Ræðumenn flokkanna verða: Fyrir Framsfl. Alexander Stefánsson félmrh. í fyrri umferð og Steingrímur Hermannsson forsrh. í þeirri síðari. Fyrir BJ Guðmundur Einarsson, 4. landsk. þm., og Kristín S. Kvaran, 1. landsk. þm., í fyrri umferð og Stefán Benediktsson, 8. þm. Reykv., í seinni umferð. Fyrir Alþb. tala Svavar Gestsson. 3. þm. Reykv., í fyrri umferð og Garðar Sigurðsson, 4. þm. Suðurl., og Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., í síðari umferð. Ræðumenn SK verða Kristín Ástgeirsdóttir, 11. þm. Reykv., og Kristín Halldórsdóttir, 7. landsk. þm., í fyrri umferð og Guðrún Agnarsdóttir, 3. landsk. þm., í þeirri síðari. Fyrir Alþfl. tala Jóhanna Sigurðardóttir, 2. landsk. þm., og Karl Steinar Guðnason, 6. landsk. þm., í fyrri umferð og Karvel Pálmason, 3. þm. Vestf., í síðari umferð. Fyrir hönd Sjálfstfl. tala Þorsteinn Pálsson, 1. þm. Suðurl., og Ragnhildur Helgadóttir menntmrh. í fyrri umferð og Ólafur G. Einarsson, 9. landsk. þm., í þeirri síðari.

Hefst nú umræðan og tekur fyrstur til máls Alexander Stefánsson, hæstv. félmrh.. og talar af hálfu Framsfl.