12.06.1985
Neðri deild: 93. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6378 í B-deild Alþingistíðinda. (5794)

456. mál, Byggðastofnun

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég tel það eðlilegt að ákveða það í lögum hvar stofnun af þessu tagi sé staðsett. Hér er á ferðinni byggðapólitískt mál og það er löggjafans og einskis annars en hans að ákveða hvar þessi stofnun skuli staðsett. Það er sannfæring mín að ef sú breyting sem hér er lögð til nær ekki fram að ganga hér á löggjafarsamkomunni, þá verði ekki af henni. Þess vegna segi ég já.