12.06.1985
Neðri deild: 93. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6379 í B-deild Alþingistíðinda. (5800)

502. mál, dýralæknar

Frsm. (Stefán Valgeirsson):

Herra forseti. Á þskj. 1243 er svohljóðandi nál. frá allshn.:

„Nefndin hefur athugað frv. og leggur til að það verði samþykkt óbreytt. Hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson var fjarstaddur við afgreiðslu málsins.“

Þetta mál er tímabært og mjög aðkallandi. Það er um það að ráða dýralækni vegna fisksjúkdóma sem hafa komið hér upp.

Nefndin var algerlega sammála um að mæla með samþykki þessa frv.