13.06.1985
Sameinað þing: 95. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6435 í B-deild Alþingistíðinda. (5822)

172. mál, kennslugögn í öllum fræðsluumdæmum

Frsm. (Ólafur Þ. Þórðarson):

Herra forseti. Það verða aðeins örfá orð því að framsögu var lokið.

Í máli hv. 3. landsk. þm. örlaði á kvíða vegna þess að nefndin sló því ekki föstu hvern veg bæri að standa að uppbyggingu þeirrar þjónustu sem er aðalinntak þáltill. Þegar ákveðið er að fara út í könnun er eðlilegt að binda það ekki jafnframt hvað sé gert að könnuninni lokinni, en það er álit þeirra sem í nefndinni eru að allt bendi til að sú verði niðurstaðan að eðlilegt sé að reisa kennslugagnamiðstöðvar. Hins vegar þótti ekki rétt að binda slíkt í ljósi þess að könnunin er sett fram sem aðalatriðið og í framkvæmd hennar, að henni lokinni, yrði það metið af sveitarfélögum og menntmrn. hvað bæri að gera.