07.11.1984
Efri deild: 10. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 824 í B-deild Alþingistíðinda. (584)

133. mál, sala Landssmiðjunnar

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Í tilefni orða hv. 5. landsk þm. og orða hæstv. ráðh. vildi ég, úr því að þetta mál hefur hér verið nefnt. gjarnan mega spyrja hæstv. iðnrh. á þessum stað og þessari stundu hvort hann eða ríkisstj. hafi virkilega í hyggju að halda áfram þátttöku í því vitleysisævintýri, sem steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki er, eða hvort þeir hugsa sér þar einhverjar breytingar á.