13.06.1985
Efri deild: 98. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6461 í B-deild Alþingistíðinda. (5853)

5. mál, útvarpslög

Kolbrún Jónsdóttir:

Herra forseti. Þm. Bandalags jafnaðarmanna lögðu fram brtt. þar sem menntmrh. var gert skylt að setja reglur sem gilda skulu um stjórnmálaviðræður. Sú brtt. var felld í gær. Jafnframt hafa Bandalagsþm. lagt fram brtt. þar sem útvarpsréttarnefnd yrði felld út úr frv. og sú nefnd yrði ekki skipuð. Þar af leiðandi sé ég ekki ástæðu til að auka valdsvið þessarar pólitískt kjörnu nefndar og segi því nei.