13.06.1985
Efri deild: 98. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6462 í B-deild Alþingistíðinda. (5856)

5. mál, útvarpslög

Haraldur Ólafsson:

Herra forseti. Í trausti þess að ríkisstj. muni á næsta þingi leggja fram frv. til breytinga á fjarskiptalögum, sem kveði á um að boðveitur fyrir útsendingu útvarpsefnis verði í eigu Póst- og símamálastofnunar og/eða sveitarstjórna og að í reglugerð komi ákvæði um textun á erlendu efni í sjónvarpsstöðvum og að tryggilega verði frá því gengið að endurskoðun laganna verði innan þriggja ára, segi ég já.