13.06.1985
Neðri deild: 95. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6477 í B-deild Alþingistíðinda. (5878)

48. mál, jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Ég vona að það teljist ekki brot á því samkomulagi sem gert var í nefndinni þótt við skrifarar deildarinnar, ég og hv. 5. þm. Vestf., flytjum smábrtt. við 19. gr. Eins og hún er orðuð í þessu frv. og raunar í þmfrv. einnig ber að greiða þeim mönnum fésektir sem brjóta lögin. Nú búumst við ekki við því að sú hafi verið hugsun þeirra sem sömdu frv. og leggjum þess vegna til að orðalagi verði breytt á þann veg að þeir sem brjóti af sér greiði sektirnar, en ekki gagnstætt. Að þessu lýtur brtt. á þskj. 1219.