13.06.1985
Neðri deild: 95. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6478 í B-deild Alþingistíðinda. (5883)

Um þingsköp

Forseti (Ingvar Gíslason):

Forseti hefur ákveðið að halda nýjan fund og hefur aðeins kannað það mál að það mun vera vilji fyrir því að koma 12. dagskrármálinu, jöfn staða og jafn réttur, áfram til Ed. sem er verklítil. En út af þeim athugasemdum sem hér hafa komið fram vill forseti taka það fram að hann mun taka á dagskrá áfram þau mál sem hér hafa verið gerðar athugasemdir um. En vandi forseta er þó nokkur þegar 20 mál eru á dagskrá. Ég vænti þess nú að hv. þdm. treysti forseta til að raða málunum og taka þau fyrir eftir því sem forseta finnst eðlilegt, en það er enginn metnaður hjá forseta að láta neitt mál verða út undan. (Gripið fram í.) Sumum hefur kannske verið frestað helst til lengi. En nú fer svo að þessum fundi lýkur og boðað verður til næsta fundar nú þegar að afloknum þessum fundi og þá verða, sýnist mér, tekin á dagskrá öll þau mál sem á dagskrá eru. (HBl: Nema stálvölsunarverksmiðjan.) Nema stálvölsunarverksmiðjan þannig að þetta verða alls 19 mál.