14.06.1985
Neðri deild: 97. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6633 í B-deild Alþingistíðinda. (5959)

491. mál, framleiðsla og sala á búvörum o.fl.

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Ég vakti á því athygli við umr. áðan að mér sýndist að með 7. brtt., við 30. gr., staflið a, ætti að standa að setningu lagatexta með nokkuð sérkennilegum hætti á hinu háa Alþingi. Ég hafði e. t. v. vænst þess að flm. tillögunnar skoðuðu þetta mál aðeins nánar og þeim gæfist kostur á að kalla brtt. til baka og lagfæra þetta við 3. umr., en ég sé að svo á ekki að gera og að hér á að bera undir atkvæði brtt. sem að mínu viti gerir 1. mgr. 30. gr. að hreinni lokleysu. Ég segi mig frá slíkum vinnubrögðum. Ég óska eftir sérstakri atkvgr. um a-staflið 30. gr. og nafnakalli þannig að ég geti greitt atkv. gegn slíkri endemis vitleysu sem hér á að fara fram, herra forseti.