18.06.1985
Neðri deild: 102. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6794 í B-deild Alþingistíðinda. (6069)

423. mál, viðskiptabankar

Frsm. 2. minni hl. (Guðmundur Einarsson):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir brtt. sem verið er að dreifa og er á þskj. 1338. Hún hljóðar svo, með leyfi forseta:

„Á eftir 9. gr. komi ný grein er hljóði svo: Óheimilt er að kjósa alþingismenn í bankaráð ríkisviðskiptabankanna.“

Ég vísa bara til umræðna sem urðu hér fyrr í kvöld um kosti og galla þessa fyrirkomulags og tel ekki þörf á að hafa um þetta mál sérstaka framsögu.