18.06.1985
Neðri deild: 102. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6799 í B-deild Alþingistíðinda. (6091)

Um þingsköp

Steingrímur J. Sigfússon:

Herra forseti. Það er ljóst að hér er uppi alvarleg staða í þinginu. Það samkomulag sem gert hefur verið um þinglok nær ekki til eins heils þingflokks, þar sem er hv. þm. Ellert B. Schram og hugsanlega hv. skrifari vor virðulegur einnig. En ég vil lýsa mig reiðubúinn, vegna þeirra orða sem hér féllu, til þess að sitja undir ræðum hv. þm., hversu langar sem þær verða. Ég tel að hann hafi ekki efnislegar ástæður nú í dag fremur en endranær til þess að væna hv. þdm. um það að þeir muni ekki sinna sínum skyldustörfum.

Hér hafa legið fyrir nál. í þessu máli alllengi, við erum í miðri umræðu um þetta mál, herra forseti, og ég held að okkur hafi verið sýnt það brattara heldur en það þó að við höldum þeirri umræðu áfram.