19.06.1985
Neðri deild: 104. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6892 í B-deild Alþingistíðinda. (6195)

247. mál, flutningsjöfnunarsjóður olíu og bensíns

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir áliti fjh.- og viðskn. á þskj. 1349.

Nefndin hefur fjallað um frv. og kallað á fund sinn Svein Björnsson frá viðskrn. og Gunnar Þorsteinsson frá Verðlagsstofnun.

Nefndin var einhuga um að mæla með samþykkt frv. eins og Ed. afgreiddi það.

Guðrún Agnarsdóttir sat fundi nefndarinnar og er sátt við afgreiðslu málsins.

Undir þetta rita Páll Pétursson, Þorsteinn Pálsson, Halldór Blöndal, Svavar Gestsson og Kjartan Jóhannsson.

Þetta mál tók verulegum breytingum í Ed. og er hér komið til seinni deildar. Ed. endurskapaði nánast þetta frv., en henni mun þó hafa skotist í afgreiðslu sinni þar sem í 6. gr. er verið að telja upp hvað sé undanþegið innkaupajöfnun, en það er flugbensín og flugsteinolía, sem ætluð er til nota í utanlandsflugi, ásamt öðrum olíutegundum sem seldar eru úr landi til erlendra aðila. Auðvitað er sjálfsagt að láta það sama gilda um flugbensín og flugsteinolíu sem notuð er í utanlandsflugi. Ég legg hér fram skriflega brtt. við 6. gr. að orðin „sem ætluð er til nota í utanlandsflugi“ falli niður.