19.06.1985
Neðri deild: 105. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6948 í B-deild Alþingistíðinda. (6277)

210. mál, selveiðar við Ísland

Hjörleifur Guttormsson:

Herra forseti. Það hefur skýrt komið fram í umr. um þetta mál að innan ríkisstj. er ekki samstaða um málið og hæstv. landbrh. hefur lýst því yfir að hann væri ekki samþykkur einstökum ákvæðum þessa frv. Ég er andvígur þessu frv. eins og það liggur hér fyrir og hef stutt það rökum í umr. um þetta mál. Ég tel þetta illa samið frv. og margar brotalamir í því og greiði atkv. þegar gegn 1. gr. þess með vísun til 6. gr. þar sem ráðh. er í raun gefið sjálfdæmi um öll atriði sem máli skipta við stjórnun selveiða og segi því nei.