20.06.1985
Sameinað þing: 100. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6988 í B-deild Alþingistíðinda. (6358)

156. mál, nýting ríkissjóðs á hluta af Seðlabankabyggingu

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Í morgun var haldinn fundur þingflokksformanna og forseta þar sem rætt var um vinnutilhögun hér í dag. Þar voru taldar upp þær þáltill. sem væru ágreiningslausar og hægt væri að afgreiða á þessum fundi Sþ. Þessi till. var ein af þeim. Um þetta var gert samkomulag og ef það er að koma í ljós núna að stjórnarflokkarnir og stjórnarliðið ætlar ekki að standa við það samkomulag, sem gert var á þessum fundi í morgun, þá hljóta ýmis önnur mál óhjákvæmilega að koma til endurskoðunar líka.