20.06.1985
Sameinað þing: 100. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6990 í B-deild Alþingistíðinda. (6363)

156. mál, nýting ríkissjóðs á hluta af Seðlabankabyggingu

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Það er ekki ætlunin að fresta fundi. Við höfum ekki tíma til þess nú. En ég vil beina þeirri fsp. til hv. 5. þm. Vesturl. hvort hann, eftir að hann hefur hlýtt hér á mál manna, heldur við þá kröfu eða ósk að ráðh. fari inn í þessar umræður. Ég vil líka að það komi hér fram að það hefur enginn ráðh. tjáð mér að hann hygðist tala.

Ef hér liggur ekki fyrir beiðni um orðið þá er ekkert til fyrirstöðu að ganga til atkvæða um málið.