20.06.1985
Sameinað þing: 100. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6991 í B-deild Alþingistíðinda. (6367)

156. mál, nýting ríkissjóðs á hluta af Seðlabankabyggingu

Stefán Guðmundsson:

Herra forseti. Þar sem 1. flm. þessarar till., hv. þm. og formaður Alþfl., Jón Baldvin Hannibalsson, hefur tilkynnt það ef ég man rétt, að menntun sína hafi hann miðað við það að geta orðið forsrh. þjóðar okkar og að því muni koma fyrr en síðar vil ég taka fram: Meðan enginn hörgull hefur verið á að fá menn til að gegna ráðherraembættum og búa við núverandi húsakost stjórnarráðsins sé ég enga ástæðu til þess nema síður sé að leggja í jafnmikla fjárfestingu og hér er talað um fyrir ríkissjóð.

Ég tel nokkuð á þá menn í stjórnarráðinu leggjandi í húsakosti ef það mætti verða til þess að hv. þm. Jón Baldvin Hannibalsson léti af löngun sinni og þrá til stjórnarráðsins og því segi ég nei, herra forseti.