20.06.1985
Sameinað þing: 100. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6992 í B-deild Alþingistíðinda. (6376)

476. mál, fiskeldismál

Forseti (Þorv. Garðar Kristjánsson):

Nú er aðeins eitt mál eftir sem ætlunin er að taka fyrir á þessum fundi. Við erum nokkuð síðbúnir og það er greinilegt að við verðum að hafa hraðann á. Það er líka greinilegt að það þarf miklu lengri tíma, ef menn ætla að það sé hægt að ræða það mál, sem hér er um að ræða, til einhverrar hlítar. Þannig skiptir það ekki miklu hvort við höfum hálftíma lengur eða skemur að mínu viti fyrir málið. En það er ætlunin að ljúka þessum fundi ekki síðar og helst fyrr en kl. hálfsex.