20.06.1985
Sameinað þing: 100. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 6994 í B-deild Alþingistíðinda. (6378)

518. mál, vextir af veðskuldabréfum

Fyrirspurnin hljóðar svo:

1. Geta bankar og sparisjóðir krafið viðskiptamenn um mismunandi vexti af veðskuldabréfum sem til innheimtu eru?

2. Hefur ágreiningi milli Seðlabanka Íslands og annarra banka um útreikning vaxta af veðskuldabréfum verið skotið til dómstóla?

Svar við 1. lið:

Samkvæmt 13. gr. laga nr. 10/1961, um Seðlabanka Íslands, með áorðnum breytingum, hefur Seðlabankinn rétt til að ákveða hámark og lágmark vaxta sem innlánsstofnanir mega reikna af innlánum og útlánum. Þetta vald bankans nær einnig til að ákveða hámarksvexti samkvæmt lögum nr. 58/1960, um bann við okri, dráttarvexti o. fl. Með vísan til þessa sendi ráðuneytið seðlabankanum ofangreinda fyrirspurn og óskaði eftir að hann tæki saman drög að svari. Svar Seðlabankans hefur borist ráðuneytinu og er það svohljóðandi:

„Vísað er til bréfs ráðuneytisins frá 4. þ. m. og meðfylgjandi fyrirspurnar til viðskiptaráðherra (þskj. 1025) frá Guðrúnu Helgadóttur alþm. um mismunandi álagningu vaxta af innheimtum skuldabréfum.

1. Geta bankar og sparisjóðir krafið viðskiptamenn um mismunandi vexti af veðskuldabréfum, sem til innheimtu eru?

Með kerfisbreytingu þeirri sem gerð var með ákvörðun Seðlabankans frá 2. ágúst 1984 var innlánsstofnunum m. a. heimilt að ákveða vaxtakjör nýrra útlána að uppfylltri ákveðinni tilkynningarskyldu til Seðlabankans. Breyting þessi tók gildi hinn 11. ágúst s. l.

Undantekning frá þessari breytingu varðaði m. a. öll skuldabréfa- og afborgunarlán sem gefin höfðu verið út fyrir 11. ágúst 1984, sbr. eftirfarandi tilvitnanir, fyrst í auglýsingu Seðlabankans frá 2. ágúst 1984:

Grunn-

vextir

á ári.

Verðbóta-

þáttur

á ári.

Vextir

alls

á ári.

„4. Skuldabréfalán og afborgunarlán. Lán til ríkissjóðs og lán með

9,0

12,0%

21,0%

sjálfskuldarábyrgð ríkissjóðs skv. þessum tölulið skulu bera 1% lægri

grunnvexti en hér er greint.

Vextir alls skv. þessum tölulið gilda og um vexti skuldabréfa- og afborgunar-

lána, þ. m. t. vaxtaaukalána, með ákvæðum um breytanlega vexti sem gefin

hafa verið út fyrir 11. ágúst 1984 þar til Seðlabankinn ákveður annað.

5. Lán með verðtryggingu miðað við lánskjaravísitölu skv. 39. gr. laga nr.

13/1979, sbr. auglýsingar bankans frá 29. maí 1979 og 26. ágúst 1983:

a. lánstími allt að 21/2 ár.

4,0%

b. lánstími minnst 21/2 ár.

5,0%

Vextir alls skv. þessum tölulið, staflið a, gilda um lán til allt að 21/2 árs og skv.

staflið b með lánstíma minnst 21/2 ár sem gefin hafa verið út fyrir 11. ágúst 1984

hafi verið samið um breytanlega vexti þar til Seðlabankinn ákveður annað.“

Vextir þessir giltu þar til Seðlabankinn breytti þeim með auglýsingu, dags. 14. ágúst 1984, með gildistöku frá og með 20. s. m. og urðu þeir 6,0% á ári annars vegar og 7,0% á ári hins vegar af verðtryggðum lánum skv. 5 hér að framan og 23,0% á ári skv. 4 hér að framan. Vöxtum af lánum skv. 5 hér að framan var síðan breytt með auglýsingu frá Seðlabankanum dags. 26. október 1984 með gildistöku hinn 7. nóvember s. l. og urðu þeir 7,0% á ári annars vegar og 8,0% á ári hins vegar. Breyting þessi varð sú síðasta á árinu 1984 er þessa vexti varðar.

Frá og með 1. janúar 1985 hefur Seðlabankinn ákveðið vexti af lánum með verðtryggingu miðað við lánskjaravísitölu 4,0% á ári annars vegar og 5,0% á ári hins vegar og eru þeir óbreyttir enn og gilda skv. auglýsingum Seðlabankans bæði um ný og eldri skuldabréf sem eru verðtryggð miðað við lánskjaravísifölu.

Frá og með 1. janúar 1985 hafa gilt ákvæði auglýsinga Seðlabankans um meðaltal vaxta nýrra almennra skuldabréfa hjá bönkum og sparisjóðum í hverjum mánuði um vexti skuldabréfa (óverðtryggðra) sem gefin hafa verið út fyrir 11. ágúst 1984 með ákvæðum um breytanlega vexti. Vextir þessir hafa verið og eru sem hér segir:

Janúar 1985

25,8

% á ári.

Febrúar 1985

34,0

% á ári.

Mars 1985

34,0

% á ári.

Apríl 1985

34,0

% á ári.

Maí 1985

34,0

% á ári.

Júní 1985

30,9

% á ári.

Að teknu tilliti til þess sem að framan er rakið, svo og að framangreindar auglýstar ákvarðanir um vexti gilda bæði utan og innan innlánsstofnana, en um þessi atriði hefur vart verið ágreiningur, verður að telja að bankar og sparisjóðir geti ekki krafið viðskiptamenn um önnur og þyngri vaxtakjör í þessu efni en Seðlabankinn hefur auglýst frá einum tíma til annars.“

Svar við 2. lið.

Í bréfi Seðlabankans segir að af hans hálfu hafi engin málsókn verið hafin. Ekki sé vitað hvort skuldarar hafi farið í mál við kröfuhafa út af ágreiningsefni af þessu tagi.