20.06.1985
Neðri deild: 106. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7029 í B-deild Alþingistíðinda. (6427)

398. mál, grunnskólar

Forseti (Ingvar Gíslason):

Ætlun forseta var að gefa hv. þm. tækifæri til þess að gera hlé á ræðu sinni og kanna mál sín betur, en hins vegar voru engin loforð um það að aðrir hv. þm. mættu ekki tala í málinu. Og nú hafði kvatt sér hljóðs hv. 5. þm. Vestf. og hann fékk orðið og átti til þess fullan rétt.