20.06.1985
Efri deild: 107. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7046 í B-deild Alþingistíðinda. (6455)

423. mál, viðskiptabankar

Stefán Benediktsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka það tækifæri að fá að gera hér örstutta athugasemd í tilefni orða hv. 5. landsk. þm. Ég vil bara fyrirbyggja þann misskilning að ég geri eitthvert sérstakt tilkall til þess að vera öðruvísi. Ég tek þátt í störfum Alþingis og geri það eins og aðrir þm. og hef ekki gert mér neinar hugmyndir um að ég sé að því leyti eitthvað öðruvísi en aðrir þm. Hugmyndir hv. 5. landsk. þm. um eitthvað slíkt eru því að mínu mati gersamlega úr lausu lofti gripnar. Aftur á móti get ég ekkert gert til að milda þá sektartilfinningu hans sem kom honum til að hlaupa upp í ræðustól þegar ég minntist á aðild stjórnmálaflokka að bankaráðum.