20.06.1985
Efri deild: 107. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7046 í B-deild Alþingistíðinda. (6456)

423. mál, viðskiptabankar

Eiður Guðnason:

Virðulegi forseti. Ég skal aðeins gera örstutta athugasemd. Hv. þm. Stefán Benediktsson veit það greinilega ekki og fylgist greinilega ekki með því að Alþfl. hefur ekki kjörið þm. í bankaráð í mörg ár. Það getur vel verið að þm. Bandalags jafnaðarmanna séu ekkert öðruvísi, en þeir hafa líka sagt: Við erum ekki eins og þið, við erum öðruvísi. Þá mætti kannske orða það þannig að þeir væru hinsegin. En þá eru þeir allavega öðruvísi en við. Mér finnst þetta afskaplega lítilfjörlegur málflutningur og ætla svo sem ekki að fjölyrða um það frekar. En þessar staðreyndir liggja hér fyrir.