20.06.1985
Efri deild: 107. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7049 í B-deild Alþingistíðinda. (6463)

457. mál, Framkvæmdasjóður Íslands

Frsm. 2. minni hl. (Eiður Guðnason):

Virðulegi forseti. Þetta frv. felur ekki í sér neina raunverulega skipulagsbreytingu aðra en þá að auka á yfirstjórnina með kosningu sérstakrar stjórnar yfir Framkvæmdasjóð einan. Samþykkt þessa frv. nú tefur vafalaust fyrir því að nauðsynleg skref verið stigin til einföldunar á skipulagi þessara mála. Hlutverk þessa sjóðs, eins og það hefur verið og eins og það verður eftir samþykkt þessa frv. og skv. hugmyndum um atvinnuvegasjóði. er hins vegar af því tagi að sjóðurinn getur einfaldlega verið í umsjón fjmrn. án sérstakrar stjórnar eða skrifstofubákns eins og hér er gert ráð fyrir. Ég legg því til að frv. verði fellt.