21.06.1985
Efri deild: 109. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7094 í B-deild Alþingistíðinda. (6519)

210. mál, selveiðar við Ísland

Valdimar Indriðason:

Virðulegi forseti. Það frv., sem hér er til umr., var tekið fyrir í sjútvn. áðan og þrátt fyrir að það færi nánast enginn tími í þær umræður, og get ég verið sammála þeim sem hér hafa rætt um að mjög erfitt væri að taka mál eins seint fyrir og hér er gert, varð nefndin öll sammála um að málið yrði hér tekið fyrir og mælti með því þó að það skuli tekið skýrt fram að ýmsir nm. höfðu ekki kynnt sér mátið nógu vel til þess að þeir gætu tekið beina afstöðu til þess. Þeir vildu samt ljúka málinu ef mögulegt væri. Þess vegna flyt ég munnlegt nál. um að nefndin er sammála um það að ljúka þessu máli í nótt við þessar aðstæður ef mögulegt er.