13.11.1984
Sameinað þing: 19. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 953 í B-deild Alþingistíðinda. (652)

71. mál, heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það er mjög skiljanlegt eftir að nýbúið er að fella vantraust að menn kanni hvort hægt sé að fá þingheim til að samþykkja nýja stjórnarskrá því að þá yrði að sjálfsögðu strax að rjúfa þing og efna til kosninga. En ég tel að það sé ekki síður brýnt að sú nefnd, sem skipuð var til að gæta jöfnuðar meðal þegna landsins og var skipuð í tengslum við niðurstöðu af kjördæmamálinu skili áliti inn til þingsins á þessum vetri.