21.06.1985
Efri deild: 109. fundur, 107. löggjafarþing.
Sjá dálk 7096 í B-deild Alþingistíðinda. (6527)

210. mál, selveiðar við Ísland

Forseti (Salome Þorkelsdóttir):

Vegna orða hæstv. sjútvrh., þá vil ég þakka honum þann skilning sem hann sýnir á þeim vanda sem hv. Ed. er sett í vegna þessa máls og reyndar fleiri, eins og margoft hefur komið fram á þeim fundum sem hafa verið haldnir í dag, svo margir að forseti man ekki tölu á þeim í augnablikinu. Ég vil leyfa mér að þakka þann skilning sem hann hefur varðandi málið og jafnframt lýsa því yfir að ég tel að það sé of mikið á þessa hv. þingdeild lagt að ætla sér að fara með þetta mál í gegn með þeim hætti sem hér hefur verið eins og það hefur borið að. Þess vegna er þessari umr. lokið og málið tekið út af dagskrá.